Grillpartý FÍLU

FÍLU efndi til fyrsta viðburð annarinnar í Debrecen í , grillveislu 21. september þar sem nóg var af glóðvolgum kræsingum fyrir alla sem mættu ásamt svellköldum veigum fyrir svanga lækna- og tannlæknanema.

Fyrsta keppnin um FÍLU-Bikarinn 2018 var haldin þar sem nýnemar voru heiðursgestir. Keppt var í Brennó og Boðhlaupi á síðasta degi „Ungveska“ sumarsins í bongóblíðu og 30 stiga hita.

Um kvöldið sáu þriðja árs nemar um að vígja nýnema inn í skólann í Busavígslu þar sem að þau nýnemar fóru með Hippókratesareiðinn, og voru að lokum blessuð uppúr afjónuðu vatni.

Góðar stundir,
FÍLU

 

Aðalfundur FÍLU 2018

Góðan dag.

Aðalfundur FÍLU 2017/2018 var haldinn á Belga þann 5. apríl , fundurinn var mjög vel sóttur af félagsmönnum. Farið var yfir störf og verkefni fráfarandi stjórnar FÍLU 2017/2018.
Að loknum fundi var kosið í nýja stjórn sem hljóðar svo,

Formaður: Katrín Hrund Pálsdóttir
Varaformaður: Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir
Gjaldkeri: Finnur Sveinsson
Ritari: Guðný Kristjana Magnúsdóttir

Meðstjórnendur:
Alexandra Stefánsdóttir
Áslaug Erlendsdóttir
Arndís Heimisdóttir
Andrea Njalsdottir
Ása S Jensen
Helga Bjork Kristinsdottir

Fyrir hönd fráfarandi stjórnar þá vil ég þakka fyrir samstarfið á liðnu starfsári þetta var mikil skemmtun og góðir tímar með æðislegri stjórn. Ég óska nýkjörinni stjórn velfarnaðar og góðs gengis á komandi tímum.

Eigið góða helgi og allir í FÍLU 

Ykkar,
Dagbjört Guðjohnsen Guðbrandsdóttir

*mynd af stjórn 2017-2018

Skíðaferð FÍLU-FÍLS 2018

FÍLU og FÍLS hafa haldið samstarfi og skiptast á að heimsækja hvort annað og í ár var komið að FÍLU að heimsækja FÍLS og fórum við saman í skíðaferð núna í mars til Jasná í Slóvakíu. Við vorum einstaklega heppin með veður og var færið alveg frábært. Allir skemmtu sér vel og hittust svo allir saman á kvöldin.

Ýtið á Lesa áfram til að sjá fleiri myndir.

Lesa áfram „Skíðaferð FÍLU-FÍLS 2018“

Árshátíð FÍLU 2018

Árshátíð FÍLU var haldin með glæsibrag síðustu helgi og var hún haldin á Hotel Divinus. Allir mættu í sínu fínasta pússi og skemmtu sér vel. Góðar veitingar voru í boði ásamt ýmsum skemmtiatriðum og leikjum sem nemendur höfðu undirbúið. Leynigesturinn að þessu sinni var Læknirinn í eldhúsinu hann Ragnar Freyr Ingvarsson sem vakti mikla lukku en það er orðin hefð fyrir því að fá einhvern til þess að senda inn ávarp til okkar fyrir árshátíðina.

Ýtið á Lesa áfram til að sjá fleiri myndir.

Lesa áfram „Árshátíð FÍLU 2018“

Jólagleði FÍLU 2017

Jólagleði FÍLU var haldin síðastliðinn laugardag á okkar ástlæra Íslendinga barnum Bakelit. Boðið var upp á ýmsar kræsingar sem stjórnin hafði bakað og einnig Malt og Appelsín sem við höfum fært yfir í Ungversnkan búning Maltesíns. Ragnar Árni tók upp gítarinn og var hrisst upp í hópnum og sungin jólalög þar sem Ragnar og Þórður voru forsöngvarar með mikilli gleði nemenda. Allir fengu svo happdrættismiða og voru frábærir vinningar í boði.

Ýtið á Lesa áfram til að sjá fleiri myndir.

Lesa áfram „Jólagleði FÍLU 2017“

Kynning frá Heilbrigðisstofnun Austurlands

í gær fengum við heimsókn frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og kynntu þau fyrir okkur starfssemi og fyrirkomulag hjá sér.
Stjórn FÍLU tók á móti þeim og sýndi þeim skólasvæðið og hvernig námið virkar hjá okkur. Við kíktum svo inn í vefjameinafræði tíma, barnalækningar og skoðuðum skurðdeildina.
Um kvöldið var svo haldin kynning þar sem nemendum var einnig boðið upp á veitingar.
Við þökkum HSA kærlega fyrir okkur, frábær kynning.

Ýtið á Lesa áfram til að sjá fleiri myndir.

Lesa áfram „Kynning frá Heilbrigðisstofnun Austurlands“

Halloween 2017

Þann 31. október sl. var haldið stórt Halloween party í Debrecen á Hall sem er stærsti skemmtistaður bæjarins.

DJ kvöldsins var enginn annar en Íslendingurinn Doctor Victor.

Íslendingar komu saman og klæddu sig í ýmsa skemmtilega búninga og skemmtu sér vel.

Ýtið á Lesa áfram til að sjá fleiri myndir.

Lesa áfram „Halloween 2017“