FÍLU efndi til fyrsta viðburð annarinnar í Debrecen í , grillveislu 21. september þar sem nóg var af glóðvolgum kræsingum fyrir alla sem mættu ásamt svellköldum veigum fyrir svanga lækna- og tannlæknanema.
Fyrsta keppnin um FÍLU-Bikarinn 2018 var haldin þar sem nýnemar voru heiðursgestir. Keppt var í Brennó og Boðhlaupi á síðasta degi „Ungveska“ sumarsins í bongóblíðu og 30 stiga hita.
Um kvöldið sáu þriðja árs nemar um að vígja nýnema inn í skólann í Busavígslu þar sem að þau nýnemar fóru með Hippókratesareiðinn, og voru að lokum blessuð uppúr afjónuðu vatni.
Góðar stundir,
FÍLU