Bílar

Bílaleiga

Hægt er að hafa samband við þessa til þess að fá ódýran bílaleigubíl.

  • Atilla: +36 30 429 5589
  • Peter: +36 30 983 4751
  • Ferenc: +36 30 299 6401

Hertz er einnig með bílaleigu og eru það flottari og betri bílar en það þarf að hafa háa upphæð í heimild á kortinu sem tryggingu til þess að geta leigt þá.

https://www.hertz.com/rentacar/location/ma%C4%8Farsko/debrecen/DEBC60

Bílamál

Sumir nema eru með bíla í Debrecen. Flestir hafa komið með bíl frá Íslandi en aðrir kaupa hér í Debreven.

Ef bíllinn er frá Íslandi þarf að hafa nokkra hluti í huga:

  • kaupa “græna kortið” hjá því tryggingafyrirtæki þar sem bílinn er tryggður. Það tryggir bílinn í flestum löndum Evrópu.
  • Til að komast inn á skólasvæðið þarf að kaupa aðgangskort. Það er gert inná skólasvæðinu. Farið er inn Klinikák megin og beint til hægri. Sjá mynd 1.
  • Til að fara með bílinn í skoðun og/eða viðgerð er hægt að fara á þjónustuverkstæði sinnar bíltegundar en einnig eru einhver verkstæði útí bæ sem henta vel. Mynd 2 sýnir verkstæði sem skoðar bílinn (pappírar sendir heim, límmiði fenginn sendur til baka), skipta um olíu osfrv.

Mynd 1 – aðgangskort

Mynd 2 – verkstæði