Nýnemar

Kæri nýnemi!

Á undanförnum árum hefur fjöldi íslenskra nema við Háskólann í Debrecen aukist verulega. Við erum nú orðin myndarlegur hópur lækna- og tannlæknanema sem stundum nám við skólann. Tengslin milli okkar eru mikil, við erum í raun fjölskylda hvers annars og hjálpumst að við að leysa þau fjölmörgu vandamál sem upp geta komið.

Við erum ánægð með að fleiri sýni þvi áhuga að koma hingað út að læra og erum reiðubúin eftir okkar fremsta megni að svara þeim spurningum sem þú hefur eflaust. Við erum á facebúkk með hópa undir nafninu Verðandi nemar við háskólann í Debrecen, og Íslendingafélagið í Debrecen þar sem við svörum spurningum hvers annars og þeirra sem vilja vita meira um námið.

Á hverju vori eru haldin inntökupróf á Íslandi. Sótt er um að taka inntökuprófið með því að fylla út þar tilgert form af heimasíðunni http://meddenpha.com/ en þar eru líka upplýsingar um námið, skólann og glósur sem gott er að fara yfir fyrir prófið. Eftir það er fljótlega haft samband í gegnum tölvupóst og allir fá dag til að þreyta inntökuprófið, en svarið við því er gefið samdægurs.

Allar spurningar eru vel þegnar, á facebook eða í tölvupósti filu@ungverjaland.com.

 

Gangi ykkur vel og hlökkum til að sjá ykkur í Debrecen!