Ferðalagið til Debrecen

Flugið til Debrecen

Hægt er að fljúga með beinu flugi frá Keflavík til Búdapest. Flugfélagið Wizz air flýgur áætlunarflug 2x í viku.

Núna er boðið upp á flug með Wizz air frá London (Luton) beint til Debrecen. Flugvöllurinn í Debrecen er mjög lítill. Þaðan er hægt að taka leigubíl inní borgina. Borginni er skipt upp í nokkur hverfi, þar sem verð leigubílsins fer eftir fjarlægð frá flugvellinum. Verð er frá 1500 til 2500 Ft.

Leo 

Leo er maður sem er með bílaþjónustu sem sækir og skutlar fólki á flugvöllinn. Hann skutlar og sækir upp að dyrum. Sendið sms, segið til nafns og hvenær flugið lendir/fer.  S: +36 30 372 2439.
Þegar 1 ferðast er verðið 20.000 HUF
Þegar 2 ferðast er verðið 10.000 HUF
Þegar 3 ferðast er verðir 8.000 HUF
Þegar 4 eða fleiri ferðast er verðið 7.000 HUF

Ferðin tekur tvær og hálfa klst

 

Lestarkerfið

Heimasíða fyrir lestakerfið: http://www.mav-start.hu/english/index.php. Miði pantaður til Debrecen í intercity (IC), því hún er fljótust (tvær og hálf klst), og í fyrsta farrými. Kostar um 3-4.000 HUF, ódýrara fyrir stúdenta með stúdentaskírteini.

Ef þið lendið í Terminal 1 þá er lestarstoppið í göngufjarlægð og hægt er að kaupa miða til Debrecen í flugstöðinni.

Ef þið komið á terminal 2 þá þarf að taka strætó 200E sem stoppar á lestarstoppinu og þaðan er haldið til Debrecen.

Þegar komið er að lestarstöðinni í Debrecen er hentugast að taka taxa. Þeir eru fyrir utan lestarstöðina.Best er að taka City taxi S: +06 52 555 555 eða Fönix Taxi S: +06 52 444 444.

 

Lestin frá Debrecen á flugvöllinn

Flugvallastoppistöðin er ekki endastöð þegar ferðast er frá Debrecen að flugvellinum svo gott er að fara inn á heimasíðu lestakerfisins, slá inn Debrecen til Ferihegy (flugvöllurinn) og athuga klukkan hvað lestin er að stoppa við flugvöllinn.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *