Grillpartý FÍLU

FÍLU efndi til fyrsta viðburð annarinnar í Debrecen í , grillveislu 21. september þar sem nóg var af glóðvolgum kræsingum fyrir alla sem mættu ásamt svellköldum veigum fyrir svanga lækna- og tannlæknanema.

Fyrsta keppnin um FÍLU-Bikarinn 2018 var haldin þar sem nýnemar voru heiðursgestir. Keppt var í Brennó og Boðhlaupi á síðasta degi „Ungveska“ sumarsins í bongóblíðu og 30 stiga hita.

Um kvöldið sáu þriðja árs nemar um að vígja nýnema inn í skólann í Busavígslu þar sem að þau nýnemar fóru með Hippókratesareiðinn, og voru að lokum blessuð uppúr afjónuðu vatni.

Góðar stundir,
FÍLU

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *