Heilbrigðisþjónusta

Skólalæknir / Heimilislæknir

Nemendur skólans geta leitað til heimilislæknis í sömu byggingu og læknisskoðunin fer fram.

Opnunartími er 9-12 og 13-15 á virkum dögum.
Til þess að fá tíma þarf maður að mæta og fá miða í miðavél og velja General Practitioner og bíða eftir að röðin kemur að þér.

Bráðamóttaka

Bráðamóttakan er í 1st Internal byggingunni sem er við innganginn hjá T building. Gengið er inn að aftan. Gott er að hafa með sér ungverska sjúkratryggingakortið.

Ef til þess kemur að hringt sé á sjúkrabíl, flytur hann fólk á Kénezy hospital.

 

Tannlæknar

Nemendur skólans, með gilt sjúkratryggingakort, eiga að fá fría tannlæknaþjónustu á tannlæknadeild skólans. Best er að fara fyrst til heimilislæknisins og fá beiðni. Síðan er haldið á tannlæknadeildina og beðið eftir að komast að.

Hægt er að senda skilaboð á tannlækna og fá tíma.

Laszló https://www.facebook.com/nagy.laszlo.7169

Rénata https://www.facebook.com/martos.renata

Tünde – fyrir krónur og brúargerð https://www.facebook.com/tunde.radics.9

Támas – fyrir krónur og brúargerð https://www.facebook.com/tamas.bistey

 

Einnig er hægt að panta tíma hjá tannlæknum úti í bæ:

Dr. Gyarmati http://www.debrecendent.hu/eng.html

PHONE: +36-70 / 253-5344