Heimilið

 

Hreingerningarkonur

Margir nemendur í Debrecen nýta sér þjónustu við þrif. Hver klst kostar um 1000 HUF og er einfaldlega sent á þær sms eða skilaboð. Þær eru misgóðar í ensku en allar mjög góðar að þrífa.

Wishy Washy er einnig nýtt fyrirtæki sem sér um þrif: http://www.wishywashy.hu/

Saumakona

Hér eru upplýsingar um saumakonu í Debrecen. Hún gerir við föt (þrengir, minnkar osfrv) en hún talar ekki ensku.

Szabó Katalin
Sími: +36203558820
Heimilisfang: Sínai M. 3. sz.

Góðgerðarmál

Mariett er kona sem tekur við nánast öllu; fötum, skóm, dósamat, hreingerningarvörum, stílabókum sem ekki hafa verið notaðar til fulls og nánast öllu sem viðkomandi vill losna við sem fer í góð málefni.

Mariett: +36 70 450 2523