Læknisfræði

1 – 3 ár

Fyrstu 3 árin er námið að mestu bóklegt og eru hlutapróf yfir önnina. Námið er nú í fyrsta skipti í 14 skólavikur í stað 15 vikna og svo tekur við 7 vikna prófatímabil þar sem þið stjórnið hvernig þið takið lokaprófin. Ef vel gengur á hlutaprófum er hægt að fá undanþágu frá ákveðnum lokaprófunum.

Stærstu fögin til að fá einhverju hugmynd um áherslur á þessum árum eru listuð hér að neðan.  Í flestum fögum eru practicals (verklegir tímar), seminars (hver og einn bekkur fær persónulegri tíma með kennara) og fyrirlestrar.  Fögin eru þar með tækluð úr öllum áttum og gefa heildarsýn á efnið.

1 árs fög: Medical Chemistry, Biophysics, Anatomy, Histology, Embryology, Cell Biology, Molecular Biology.

2.árs fög: Anatomy, Histology, Embryology, Neuroanatomy, Biochemisty, Physiology.

3.árs fög: Pathology, Immunology, Internal Medicine, Clinical Biochemistry, Microbiology, Basic Surgical Techniques, Clinical Physiology.

4 – 5 ár

Á 4 – 5 ári er námið orðið meira verklegt og eru 10 skólavikur og svo 4 vikur block practice (verknám) sem hægt er að taka heima á íslandi eða annars staðar. Við tekur svo 7 vikna prófatímabil en ef kosið er að taka verknámið heima þá byrja prófin eftir þessar 10 vikur og ferð svo heim að taka verknámið eftir að hafa lokið við prófin.

6 ár

Engin formleg kennsla er á 6. ári þar sem árið byggist upp sem verknám og próf. Mikið frelsi er til að stýra síðasta árinu í náminu sjálfur og hvernig hægt er að rað niður verknáminu á 6. ári og hvenær lokapróf eru tekin.

Flestir kjósa að taka árið að mestu heima og fara svo út til að taka próf við lok verknáms í hverju fagi.

Huga þarf að því að sækja um verknám hvar sem það er tekið með góðum fyrirvara þar sem takmarkað aðgengi er að því á Íslandi sem og annars staðar.  Einnig eru skólagjöld á 6.ári hlutfallslega lægri ef að verknám er tekið annars staðar en í Debrecen.

Fögin eru 6: Lyflækningar, Skurðlækningar, Taugalækningar, Geðlækningar, Barnalækningar, Kvenna- og Fæðingalækningar.

Smellið hér fyrir Stundarskrár fyrir mismunandi ár

Smellið hér fyrir Bulletin fyrir mismunandi skólaár