Bjórsmökkun

Þann 13. Október hélt FÍLU hina árlegu bjórsmökkun á Stay þar sem farið var yfir Ungverska Craftbeers og smakkað á Ungverskum snittum. Stemnningin var fræðandi og flæðandi 

Prófaðir voru 8 bjórar úr 8 mismuandi stílum, listum og einnig var fjallað um innihaldsefni í bjór, úr hverju hann er gerður að hætti hinna miklu meistara sem vakti mikla lukku meðal nemenda.

Við þökkum kærlega fyrir kvöldið og þá sérstaklega Stay sem tekur okkur alltaf opnum örmum og fræðandi tungum.

Ýtið á Lesa áfram til að sjá fleiri myndir.

Lesa áfram „Bjórsmökkun“

International Food Day 2017

Síðastliðinn föstudag var International Food day sem er árlegur viðburður í skólanum. Þá eru lið frá mismunandi löndum að keppa um besta matinn sem er yfirleitt þjóðarmatur landsins. Nemendur skólans geta svo fengið að smakka mat frá þessum löndum.

Ísland tók þátt og það sem var á boðstólum var:
Forréttir: heimagert rúgbrauð og túnfisksalat
Aðalréttir: kjötsúpa og plokkfiskur
Eftirréttir: Bláberjaostakaka og pönnukökur

Aukalega var einnig ýmislegt frá Íslandi á boðstólum eins og lýsi, lifrapylsa, blóðmör, hákarl, magáll, lakkrís og tópas.

Úrslitin voru þessi:
1. sæti – Ísrael
2. sæti – Íran
3. sæti – Írak og Swiss

Ýtið á Lesa áfram til að sjá fleiri myndir.

Lesa áfram „International Food Day 2017“

Aðalfundur FÍLU 2016-2017

Góðan dag.

Aðalfundur FÍLU var haldinn á Belga í gær, fundurinn var mjög vel sóttur og mættu mun fleiri en búist var við. Farið var yfir störf og verkefni fráfarandi stjórnar FÍLU. Einnig voru gerðar breytingar á lögum FÍLU, hægt er að nálgast lög FÍLU hér fyrir ofan.
Rúsínan í pylsuendanum var svo kosning um nýja stjórn.

Kosning var haldin og var eftirfarandi stjórn kosin.

Formaður: Dagbjört Gudjohnsen Guðbrandsdóttir
Varaformaður: Katrín Hrund Pálsdóttir
Gjaldkeri: Helga Bjork Kristinsdottir
Ritari: Andrea Njalsdottir

Mikill áhugi var fyrir því að taka þátt í stjórnarstörfum næstkomandi árs og höfðu eftirfarandi einstaklingar áhuga á að starfa í meðstjórn.

Meðstjórn:
Arndís Heimisdóttir
Ása S Jensen
Ragnar Árni Ágústsson
Saga Ívarsdóttir
Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir
Thordur Gunnar Thorvaldsson

Fyrir hönd fráfarandi stjórnar þá vil ég þakka fyrir samstarfið á liðnu starfsári. Einnig vil ég óska nýkjörinni stjórn velferðar og góðs gengis á næstkomandi skólaári.

Með bestu kveðjum

Leifur Þráinsson

Vínsmökkun

Þann 1. Apríl síðastliðinn tóku Íslenskir nemar við University of Debrecen verðskuldaða pásu frá námsbókunum og skruppu með FÍLU í dagsferð norður í land til Eger. Göngugötur og kastalastígar voru þræddir í bongóblíðu og dagurinn endaði í vínsmökkun í litlum dal. Eger hefur lengi verið vinsæll staður fyrir sveitunga og ferðalanga þar sem rauðvínsbændur héraðsins hafa sett saman vínkjallaraútópíu og bestu rauðvín Ungverjalands eiga þangað heim að sækja. ,,Valley of beautiful women“ stóð heldur betur fyrir sínu í vínsmökkuninn og dreypt var á ýmiskonar léttvínum og notið samverunnar.

Stjórnin þakkar kærlega öllum fyrir komuna í þessa ævintýraferð í bongóblíðunni að hætti Norður Ungverjalands.

Ýtið á Lesa áfram til að sjá fleiri myndir.

Lesa áfram „Vínsmökkun“

Kynning á geðlækningum og sérnám á Íslandi

Þann 1 mars komu til okkar 4 geðlæknar frá Íslandi að kynna fyrir nemendum starf geðlækna og sérnámsprógrammi í geðlækningum á Íslandi. Til okkar komu Nanna Briem geðlæknir og kennslustjóri sérnáms á Íslandi, Guðrún Dóra Bjarnadóttir geðlæknir (útskrifuð frá Háskólanum í Debrecen), Ísafold Helgadóttir geðlæknir og Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir.

Tekið var fyrir nám erlendis, hvað er framundan fyrir íslenska læknisfræðinema í sérhæfingu geðlækninga, vinnumarkað og kandídataprógramm LSH.
Áhugaverð kynning og frábær heimsókn heim.

Takk kærlega fyrir okkur!

Kveðja Stjórnin

Ný stjórn FÍLU

Aðalfundur FILU var haldinn í gær og eftirfarandi stjórn var kosin

Formaður: Leifur Þráinsson
Varaformaður: Dagbjört Gudjohnsen Guðbrandsdóttir
Gjaldkeri: Katrín Hrund Pálsdóttir
Ritari: Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir
Meðstjórnendur:
Ragnar Árni Ágústsson
Björn Orri Ásbjörnsson
Alexander Þorvaldsson

Fyrir hönd fráfarandi stjórnar þá vil ég þakka fyrir samstarfið á liðnu starfsári. Við gerðum margt skemmtilegt saman og áttum góðar stundir. Ég óska nýkjörinni stjórn velfarnaðar og góðs gengis á komandi tímum.
Ykkar
Reynir Hans Reynisson

Aðalfundur

Stjórn F’ÍLU býður til aðalfundar félagsins sem haldin verður á Baríó þann 7. apríl klukkan 20:30.

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar

2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram

3. Lagabreytingar

4. Kosningar í stjórn og nefndir.

5. Önnur mál.

4.6 Ný stjórn tekur formlega við stjórntaumnum að aðalfundi loknum.

Þeir sem hafa áhuga á að sitja í stjórn fyrir næsta starfsár geta send framboð sitt á

formadur@ungverjaland.com

Í stjórn sitja: Formaður, varaformaður, gjaldkeri og ritari. Auk meðstjórnenda.

Allar lagabreytingartillögur skulu sendast á
formadur@ungverjaland.com

Þetta er opinn fundur en aðeins félagsmenn FÍLU hafa atkvæðisrétt.

sofa11