Hallóhalló, smá update frá stjórninni um hvað við erum að bralla…
- Laugardaginn 24. maí (lok 15. viku) verður grill á grasblettinum hjá Klinika, allar frekari upplýsingar má finna í þessum event – https://www.facebook.com/events/690380541019521/?fref=ts
- Við ætlum að reyna að plana vísindaferð á Íslandi í sumar líkt og gert var síðasta sumar – stay tuned 😉
- Það verður skipulagður hittingur fyrir nýnemana okkar í sumar til að svara þeirra spurningum um námið og lífið í Debrecen.
- Við ætlum að funda með fulltrúum FÍLS (Félag Íslenskra Læknanema í Slóvakíu) í sumar og ræða um samstarf með þeim.
- Hefðin með busunina heldur áfram næsta haust, þeir sem verða að byrja 3. ár munu sjá um herlegheitin og var talað um að hafa þetta í viku 1.
- Það kom upp hugmynd um að hafa bjórkvöld vikuna eftir busunina, nýnemabjórkvöld, þar sem nýjir og gamlir nemendur geta komið saman, drukkið bjór og kynnst undir öðrum kringumstæðum en eru á busakvöldinu sjálfu!
- Við erum mikið búin að ræða um LÍN í sambandi við skólagjaldalánin okkar og við erum byrjuð að undirbúa hörku baráttu við þau sem mun fara af stað í sumar/haust – spennandiiiiiiii!
Við í stjórninni viljum óska öllum FÍLUpúkum og ekkiFÍLUpúkum góðs gengis í prófunum og jafnframt vonum við að þið eigið öll gott sumar 🙂
Verum hress, verum í FÍLU 😉
-stjórnin