Samgöngur

****Í VINNSLU****

Sporvagn – Tramminn – Villamos

Margir taka trammann í skólann og búa flestir nálægt trammalínunni.
Hægt er að kaupa stakan miða eða mánaðarkort. Ef keypt er mánaðarkort mælum við með því að vera með virkt stúdentakort því það munar miklu á verði. Ef þið eruð ekki komin með stúdentakortið frá skólanum er hægt að fá sér bráðabirgðakort hjá ISIC sem er við hliðina á subway niðri í bæ.

Athugið að reglulega koma miðaverðir í trammann til að skoða miðann og þarf þá að sýna stúdentakortið á sama tíma, annars getið þið fengið sekt. Einnig þarf að passa að skrifa númer stúdentakorts á miðann.

Staka miða þarf alltaf að stimpla í vélum um leið og gengið er inn í trammann.

Hægt er að kaupa miða á nokkrum stöðum:

  • í vélum sem eru á sumum stoppum meðfram trammalínunni
  • í DVK bás í aðalbyggingunni
  • á pósthúsum
  • í trammanum sjálfum af bílstjóra er hægt að kaupa stakan miða

Verð:

  • Stakur miði keyptur áður (í vél eða af söluaðilum): 330 HUF
  • Stakur miði keyptur í trammanum: 400 HUF
  • Mánaðarkort með stúdentakort: 3800 HUF
  • Mánaðarkort án stúdentakorts: 6600 HUF

Tramminn er með 2 leiðir:

  • Leið 1: Fer frá lestarstöðinni í gegnum bæinn og uppí skóla.
  • Leið 2: Fer frá lestarstöðinni, í gegnum bæinn, beygjir svo og fer framhjá Interspar/Malom Park og fer að Doberdo utca.

Heimasíða samganga í Debrecen er http://www.dkv.hu/

Strætó

Miðar sem keyptir eru fyrir trammann gilda einnig í strætó.

Kort fyrir allar línur í Debrecen

_________________________________

**ÓKLÁRAÐ**

 

Lestarkerfið

Heimasíða fyrir lestakerfið: http://www.mav-start.hu/english/index.php. Miði pantaður (til og frá Debrecen) í intercity (IC), því hún er fljótust (rétt rúmar tvær og hálf klst), og í fyrsta farrými. Kostar um 3-4.000 HUF, ódýrara fyrir stúdenta með stúdentaskírteini.

 

Símanúmer hjá Leo (keyrsla milli Budapest og Debrecen) : +36 30 372 2439

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *