Prófatímabilið

Próftímabilið

Í háskólanum í Debrecen er próftímabilið 6-7 vikur (6 vikur eftir haustönn og 7 eftir vorönni) og hver og einn nemandi ákveður dagsetningar fyrir sín lokapróf.
Í lok annar opnar fyrir dagsetningar prófa inni á Neptun-innra neti skólans. Áður en skráning opnar er gott að skoða hvaða dagsetningar eru í boði og vera kominn með skipulag yfir próftímabilið því takmörkuð sæti eru í prófin og fyrstu prófdagarnir fyllast yfirleitt mjög fljótt.

Hægt er að skrá sig úr prófum 2 virkum dögum fyrir settan dag og skrá sig í próf 1 virkum degin fyrir prófið. Þetta getur verið mjög gott ef ykkur finnst þið ekki tilbúin þegar kemur að prófdegi, en varist samt að fresta prófum oft eða of lengi því þá er hætta á að renna út á tíma, þrátt fyrir langt próftímabil.

Fyrir hvert fag fáiði þrjár tilraunir til að standast prófið, A, B og C séns og niðurstöður úr prófinu eru yfirleitt komnar samdægurs, í versta falli daginn eftir. Það er ekki hægt að skrá sig í B eða C séns á Neptun fyrr en deildin hefur sett inn niðurstöður úr fyrra prófinu.

Til að mega sitja fleiri sénsa þarf að borga fyrir hvern B og C séns og er það gert í Érste bank í chemistry byggingunni við hliðina á LSB. Ökuskírteini eða vegabréf er nauðsynlegt til að kaupa B eða C séns.

B séns 2000 HUF

C séns 3000 HUF

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *