Skrá sig í skólann

Í byrjun hverjar annar þarf hver og einn að skrá sig í skólann. Skráningin fer fram bæði á Neptun og á Educational office.

Að skrá sig í fög á Neptun – subject registration

Heimasíða: neptun.unideb.hu
Til að logga sig inn á síðuna er notaður neptun kóði og password er afmælisdagur = ár, mánuður, dagur.

Þegar búið er að logga sig inn er farið í „Administration“ (lengst til hægri) og valið “Registartion Log in”

Næst er farið í Subjects og valið “Subject Registration”

Viðeigandi önn er valin og “List subjects”. Þar birtast öll fögin og skráningin kláruð.
Skráning á Educational office

Skráningin fer fram vikuna áður en skólinn byrjar og fyrstu tvær vikur annarinnar og er auðveldast að vera búin að skrá sig í öll fögin á neptun áður en þessi skráning hefst.

Fyrst er farið á 2.hæð á education office, skrifstofu 212,og farið yfir registration form. Registration formið er sent í emaili á hvern og einn og styttir það ferlið að mæta með það útprentað í skráninguna.
Nauðsynlegt er að hafa með sér vegabréf og sjúkratryggingakort, annað hvort íslenska sjúkratryggingakortið eða sjúkratryggingakortið frá skólanum. Starfsmenn skrifstofunnar samþykkja pappírana og þá er haldið á 1.hæð, herbergi 111, og sýnt pappírana af efri hæðinni. Hvert ár er með sinn fulltrúa á þessu stigi. Fulltrúi tekur við pappírum og þá er farið í myndatöku (síðast var það room 211, mismunandi staðsetning innan hússins) og tekin mynd fyrir lecture cardið.

 

Eitt svar við “Skrá sig í skólann”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *