Tannlæknisfræði

Nám í tannlæknisfræði tekur 5 ár í University of Debrecen og standa þeim sem klára þar ótal mörg tækifæri til boða fyrir áframhaldandi námi og viðurkenndri gráðu í öllum löndum Evrópu sem og víðs vegar um heim.  DMD eða Doctor of Dental Medicine gráða fylgir í farteskinu “high standard of knowledge and skills for dental surgeons” er eitthvað sem deildin getur státað sig af.

 

Mikil áhersla er lögð á fyrstu tveim árunum á grunngreinar læknis-og tannlæknisfræði ásamt verklegum tannlæknisfræði tengdum fögum allt frá fyrstu önn, þar má helst nefna ,,Odontology, Preventive Dentistry, Dental Materials and Technics”.

 

Á öðru ári er áherslan á Líffærarfræði, Lífeðlisfræði og Lífefnafræði.

Á þriðja ári er áhersla á fræðilegann bakgrunn munnvísinda, þar má nefna stærstu kúrsana í  meinafræði, ónæmisfræði og örveru- og sýklafræði. Á sama ári er klínísk tannlæknisfræði kennd og kynnt fyrir nemendum með mismunandi aðferðafræði og tækni tengd klínískri meðferð sjúklinga.  Þar með eru nemar kynntir fyrir öllum helstu sviðum fræðinnar, ,,Restorative Dentistry, Prosthetic Dentistry, Periodontology, Oral Surgery, Oral Medicine, Pediatric Dentistry and Orthodontics”.

 

Á fjórða ári fá nemendur að sjá um eigin sjúklinga í litlum hópum undir handleiðslu deildarinnar þar sem verk og bóknám fyrri ára er nýtt í praktík við greiningu, undirbúning og framkvæmd meðferðar.

Við lok 5 árs er nemendum veitt DMD gráðan eftir að hafa staðist öll próf og varið lokaritgerð.