Lög FÍLU

Uppfært 05.04.2018

Lög Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi (FÍLU)

 

 1. HEITI OG TILGANGUR

1.1 Félagið heitir Félag íslenskra læknanema í Ungverjalandi, FÍLU og varnarþing þess er Héraðsdómur Reykjavíkur.
1.2 Tilgangur félagsins er:
1.2.1 Að vinna að hagsmunum læknanema og koma fram fyrir hönd þeirra.
1.2.2 Standa að árshátíð, busavígslu, þorrablóti og hinum ýmsu viðburðum.
1.2.3 Vekja athygli félagsmanna á málum er tengjast námi þeirra.
1.2.4 Að reyna eftir fremsta magni að kynna námið út á við, bæði í fyrirtæki, framhaldsskóla og almennt á Íslandi.
1.2.5 Að halda úti heimasíðu með upplýsingum um starfsemi félagsins.
1.2.6 Félagið skal standa vörð um hagsmuni íslenskra læknanema bæði gagnvart ungverskum skólayfirvöldum og íslenskum yfirvöldum. FÍLU hefur umboð til að tala fyrir hönd íslenskra læknanema gagnvart Lánasjóði íslenskra námsmanna.

 

2. FÉLAGSMENN OG FÉLAGSGJÖLD

2.1 Félagsmenn eru allir íslenskir lækna- og tannlæknanemar í Ungverjalandi. Allir félagsmenn eru kjörgengir og hafa tillögu og atkvæðisrétt.
2.2 Félagsmenn teljast allir þeir sem hafa greitt félagsgjöld.
2.3 Utanaðkomandi einstaklingar geta sótt um aðild að FÍLU og fengið að taka þátt í félagsstörfum gagnkvæmt því að greiða félagsgjöld.
2.4 Sitjandi stjórn í samráði við formann og gjaldkera skulu samþykkja hve há félagsgjöld skulu vera fyrir starfandi skólaár.

 

3. STJÓRN

3.1 Stjórn félagsins skal skipuð 4 einstaklingum: formanni, varaformanni, gjaldkera og ritara. Auk þess gefst öðrum félagsmönnum kostur á að starfa í stjórn félagsins sem meðstjórnendur.
3.2 Formaður er fulltrúi félagsins út á við. Hann boðar á fundi félagsins og stýrir þeim.
3.3 Varaformaður skal gegna stöðu samfélagsmiðlastjóra. Hann sinnir einnig störfum formanns í fjarveru hans.
3.3.1 Samfélagsmiðlastjóri sér um aðhald og framkvæmdir á vefmiðlum FÍLU (heimasíða, facebook, snapchat, instagram).
3.4 Gjaldkera ber að annast rekstrarbókhald félagsins og skila ársreikningi á aðalfundi. Gjaldkeri skal vera fjárráða og bera hreint sakavottorð. Stjórn FÍLU getur krafist þess ef þörf þykir.
3.5 Ritari skal skrá fundargerðir stjórnarfunda og halda annál yfir það sem gert er á vegum félagsins. Halda fundargerðum til haga og bera þau áfram til eftirmanns síns.
3.6 Kosið skal í allar þessar stöður á aðalfundi sem haldinn er einu sinni á skólaári.
3.7 Kosningarrétt hafa allir félagsmenn FÍLU.
3.8 Hafi einstaklingur boðið sig fram í embætti en ekki náð kjöri, hefur sá hinn sami kost á því að bjóða sig fram í annað laust embætti eða bjóða sig fram í meðstjórn.

 

4. AÐALFUNDUR

4.1 Aðalfundur skal haldinn einu sinni á skólaári
4.2 Aðalfund skal boða með minnst viku fyrirvara og kynna þá þau embætti sem kosið verður um.
4.3 Tillögur sem bera á upp á aðalfundi skulu berast skriflega til stjórnar.
4.4 Kjörnir fulltrúar og nefndarmenn á vegum félagsins taka við störfum eftir aðalfund félagsins.
4.5 Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
3. Lagabreytingar
4. Kosningar í stjórn og nefndir.
5. Önnur mál.
4.6 Ný stjórn tekur formlega við stjórntaumnum að aðalfundi loknum.

 

5. AÐRIR FUNDIR

5.1 Öllum félagsmönnum er frjálst að sitja stjórnarfundi en stjórnarmeðlimir einir hafa tillögu- og atkvæðisrétt.
5.2 Allir stjórnarmeðlimir hafa jafnan atkvæðisrétt á stjórnarfundinum, en standi fjöldi atkvæða á jöfnu ræður atkvæði formanns.

 

6. LÖG

6.1 Tillögum sem og breytingartillögum við þessi lög sem liggja fyrir félagsfund skal dreift fjölrituðum meðal fundarmanna og skal stjórnin sjá um framkvæmd þess.
6.2 Breytingartillögur á lögum félagsins og aðrar tillögur skulu samþykktar á aðalfundi eða á almennum félagsfundi með meira en helmingi greiddra atkvæða.
6.3 Ef minna en helmingur félagsmanna situr félags- eða aðalfundinn þarf ¾ greiddra atkvæða til að tillögu til breytinga á þeim lögum teljist samþykktar.
6.4 Lög þessi gilda frá og með 5. apríl 2018

 

7. SLIT FÉLAGSINS

7.1 Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til góðgerðasamtaka – sem verða ákveðin við sama tilefni á.