Stofnun félagsins

FÍLU

Félag íslenskra læknanema í Ungverjalandi var stofnað 9.mars 2012.

Þar sem samfélag íslenskra nema var orðið stórt og áhugi á að leysa vandamál sem upp komu innan samfélagsins í sameiningu var brugðið á það ráð að stofna formlegt félag, FÍLU.  Hlutverk þessa félags er fyrst og fremst að vera hagsmunasamtök, berjast fyrir hagsmunum nemenda og glíma við þau margvíslegu vandamál sem kunna að koma upp hjá nemendum. Einnig er félagið félagssamtök sem stendur fyrir uppákomum fyrir Íslendinga til að hittast og hafa gaman. Árshátíð, busavígsla, pub quiz o.fl. hafa átt fastan sess í félagslífi nemenda.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *